Body Quill Pearl
Body Quill Pearl
Couldn't load pickup availability
Hends Body Quill Pearl er glitrandi, hálfgagnsætt hnýtingarefni með fallegum perlugljáa (pearl shimmer) sem gefur flugunum líf og dýpt.
Efnið er þunnt og sterkt, sem gerir það fullkomið til að móta líkama á nymphum, púpur og Perdigon-flugur, þar sem ljósbrot og litadýpt skipta sköpum.
Þegar Body Quill Pearl er lagt yfir dökkt undirlag fær flugan djúpan, metallískan tón – en yfir ljósu undirlagi gefur efnið fallega perluáferð sem líkist loftbólum eða endurkasti vatnsins. Þetta gerir það einstaklega áhrifaríkt í tærum vötnum og við breytilegt ljós.
Eiginleikar
• Hálfgagnsætt og glitrandi efni með perlugljáa
• Fullkomið fyrir nymphur, púpur og Perdigon-flugur
• Gefur flugunni dýpt og líflega áferð
• Breytir lit eftir undirlagi og birtu
• Sterkt og auðvelt í notkun
• Hentar jafnt fyrir byrjendur sem reynda hnýtara
Hends Body Quill Pearl er tilvalið efni fyrir þá sem vilja gefa flugunum sínum örlítið meira líf, glampa og náttúrulega hreyfingu í vatninu – án þess að flugan verði of áberandi.
Share
