
Duracell
Share
DURACELL
Margir kannast við þessa flugu og eru með í boxinu sínu, ef ekki, þá þarftu klárlega að hafa þessa flugu í boxinu næsta sumar! því hún er mögnuð!
Margir nota hana sem Point fly (neðstu fluga) ef þeir eru að veiða 2 flugur í einu, og gott er að hafa flashy (bjarta/skæra) flugu sem dropper þegar hún er veidd.
Í boxinu mínu er ég með þær í stærðum 12-18 en algengast er að ég noti stærð númer 14.
Hún er skæð í bleikju, sjóbleikju, urriða og það kæmi mér ekkert á óvart ef það hafi einn eða tveir laxar fallið fyrir henni.
Uppáhalds krókarnir sem ég nota í þessa flugu eru, Hanák H460BL Jig Superb RS og Hanák H400BLG Jig Classic Gold ef það á að veiða staðbundna bleikju, en ef það er stefnt að því að veiða stærri og öflugri fiska þá mæli ég með að nota Hanák H490BL Jig Superb Trophy barbless eða Hanák H45XH Jig Trophy, síðarnefndi er með micro agnaldi og þessir krókar sleppa engum fiski undan ef tekið er rétt á.
Einnig mæli ég með að nota tungsten kúlur með rauf(verður að vera ef notaður er Jig krókur) eins og Hanák Tungsten bead RS+. Það er ekkert heilagt með stærðina sem er notuð, því þyngri sem hún er því hraðar sekkur hún og það er nauðsynlegt í tæknilegri taumaveiði (Euro nymphing) þegar koma á flugunni til fisksins í hröðum og djúpum ám.
Búkurinn, í þessu tilfelli, er Spectra Dubbing no 335 og við reynum að hafa búkinn þunnan því ef við hlöðum of miklu döbbi á búkinn þá sekkur flugan ekki eins vel.
Vafningur er rauðlitaður vír, Ég notaði 0.09mm en það er í lagi að nota þykkari vír, það eykur einnig við sökkeiginlega flugunnar.
Kraginn er brúnn CDC og við notum ekki meira en 1-2 hringi af þessu, því þessar fjaðrir fljóta og ef miklu er vafið á fluguna þá.... þú giskaðir rétt.... sekkur flugan ekki eins vel
Í lokin setjum við örlítinn Thorax af döbbi og það má vera hvaða litur sem er, en ef þið viljið gera fluguna smá flashy þá er tilvalið að setja skæran UV lit í kragann, en annars er í lagi eins og ég gerði að setja sama lit og var notaður í búkinn.
Þegar döbbið er komið á og ef þið eruð að nota annað en svartan þráð, getur verið gott að gera smá hotspot á flugunni með þræði. Þá mæli ég sérstaklega með rauðum eða appelsínugulum þræði. (Ráð: Notaðu hvítan þráð og litaðu hann með tússlit til að fá þann lit sem þú vilt.)
Klárum svo fluguna með að gera lokahnútinn og örlítið lakk til að gera fluguna sterkari og endingabetri.
Ef þú hnýtir þessa flugu, eða hnýttir flugu/ur sem þú vilt sýna okkur, þá máttu endilega senda okkur mynd af afrakstrinum á Instagram, Facebook eða eMaili.
TL;DR
DURACELL:
Efni notað/Materials used Krókur/Hook: Hanák H460BL
Kúla/Bead: Hanák RS tungsten bead
Þráður/Thread: Hends Nanothread 12/0 Black eða Red fyrir hotspot
Skott/Tail: Hends CDL
Vafningur/Rib: Hends color wire 0.09mm Red
Búkur/Body: Hends Spectra dub no335 Dk.Brown
Kragi/Collar: Hends CDC Natural Brown 08
Thorax: Hends Spectra dub no335 Dk.Brown